24. maí 2006

Náttfatapartý

Mín ákvað að taka lærdóminn föstum tökum í dag og fara ekki út fyrr en ég væri búin með skýrslu sem ég átti bara smááááá eftir af. Needless to say, þá var ég ennþá í náttfötunum klukkan 19. Horfði með öðru auganu á tónlistarmyndbönd í sjónvarpinu þar sem óþolandi-en-færð-það-samt-á-heilann Nylon lagið kom tvisvar á Chart hits stöðinni. Í bæði skiptin helltist yfir mig gífurleg heimþrá og ættjarðarást. Mér fannst það full langt gengið eftir aðeins 4 daga þannig að um átta leytið ákvað ég að klæða mig og spássara um hina dásamlegu London. Sem var bara aldeilis ágætt, nema hvað það rigndi og rigndi og rigndi... En ég var bara sátt við það, er mjög hrifin af svona næstum trópikal hlýrri og vindlausri rigningi. Þetta fer eiginlega saman, hrifning mín á rigninu og andúð á regnhlífum en ég er haldinn þeim (hugsanlega órökrétta) ótta að vera stungin í augað/á hol (eða að stinga einhvern sjálf) óafvitandi með regnhlíf. Þannig að ég naut þess í botn að labba hægt um og vökvast í rigningunni og raulaði Nylon lagið á meðan vegfarendur bölvuðu veðrinu og horfðu forviða á mig undan skjóli regnhlífa sinna.

Engin ummæli: