7. maí 2006

Hvernig útlendingar biðja um greiða...

Ein furðuleg saga sem ég má til með að segja af fjarbýlismanni mínum... svona af því að hann er útlendingur og getur ekki lesið bloggið mitt (ætti þetta ekki að hvetja hann til að læra íslensku?) ;)

Fékk myndskeið frá honum í tölvupósti um daginn sem hann hafði tekið upp á símann sinn. Hann birtist á skjánum mjög alvarlegur á svipinn og segir að svolítið hræðilegt hafi komið fyrir. Hjartað í mér tekur auðvitað kipp og svo heyri ég hann segja að hann ætli að sýna mér vandamálið. Myndavélin færist og ég sé að hann er í eldhúsinu heima hjá sér. Myndin stöðvast á kassa af íslenskum súkkulaðirúsínum. Mér dettur strax í hug að það hafi verið eitthvað ógeðslegt ofan í kassanum. Síðan sést að hann er tómur. Þá kallar útlendingurinn upp yfir sig: "Oh no! I have finished all the chocolate raisins!". Mjög dramatískt. Beinir síðan myndavélinni aftur að sér og minnir mig á að kaupa súkkulaðirúsínur handa sér þegar ég kem til hans (eftir tvær vikur). Sumir hringja, aðrir senda tölvupóst... og enn aðrir búa til stuttmynd.

Engin ummæli: