22. maí 2006

Lent í London

Þá er ég komin í hjarta Lundúnaborgar þar sem ég mun dvelja næstu vikur. Og þá meina ég hjarta... næsta "sjoppa" er Selfridges á Oxford Stræti. Vei! Það er ýmislegt á döfinni næstu vikur og ég er bara rétt farin að átta mig á því að þetta er aðeins lengra en helgarferð. Held að ég byrji á því að taka upp úr töskunum og fara kannski aðeins út að spóka mig.

Annars verð ég að segja frá einu sem pirraði mig óstjórnlega á flugvellinum. Eins og ég skrifaði um daginn bað Útlendingurinn mig um að kaupa handa sér íslenskar súkkulaðirúsínur. Þær voru því miður uppseldar í tveimur búðum (þar sem þær áttu að kosta 200 kr) en viti menn, þær voru til í okurbúllunni við hliðina á á 469 kr! Þannig að munið, ekki versla nammi í búðinni sem er beint á móti passatékkinu og Eymundsson eins og er heldur athugið fyrst hvort það sé meira en helmingi ódýrara við hliðina á.

Kveðja, önug húsmóðir úr vesturbænum.

p.s. stefnan er að vera dugleg að skrifa frá Londonlífinu...

Engin ummæli: