27. maí 2006

Skin og skúrir

Það var sól og sumarylur í einn dag. Ég lá í Hyde Park með bók og las og las og las og horfði á mannlífið. Fannst skrýtið að horfa á konur klæddar svörtum kufli frá toppi til táar (svona sem sést bara í augun - hvað heitir það aftur?) reyna að blása sápukúlur. Þótti líka undarlegt að fara í korta- og gjafabúð og sjá hvað það eru til mörg kort í tilefni af 100 ára afmælum. Greinilega margir að reyna að ná til þessa tiltölulega nýja markhóps. Í gær og í dag hefur síðan bara rignt og rignt og rignt. Ég hef meira að segja neyðst til að nota regnhlíf! Var auðvitað svo bjartsýn að pakka aðallega hlýrabolum, bíð eftirvæntingarfull eftir að fá að nota þá...

Engin ummæli: