23. maí 2006

Kaffihúsadraumurinn

Í morgun ákvað ég að láta langþráðan draum rætast, að fara á Starbucks í Borders bókabúðinni með Lappann. Þannig að mín fór í pils og strandskó og valhoppaði niður Oxford Stræti. Nema hvað sumarið er ekki komið í London frekar en í Reykjavík og það byrjaði að hellirigna á leiðinni. Ég kom því rennblaut á leiðarenda, en auðvitað datt öllum hinum í hug að fara inn og fá sér kaffi og bíða eftir að rigningin hætti þannig að það var troðfullt (ég var auðvitað hálffúl því ég var löngu búin að ákveða að fara, áður en það byrjaði að rigna). Ég gat samt ekki hætt við og farið eitthvað annað þannig að ég ráfaði um að bíða eftir borðai. Sá ekki að einhver hafði hellt niður kaffi, missti jafnvægið og hefði skollið í gólfið hefði ég ekki gripið þéttingsfast í næsta mann. Sem glotti bara og hélt augljóslega að þetta væri eitthvað plott hjá mér til að fá að káfa á honum. Ég fékk síðan sæti – eina lausa sætið sem var beint á móti gæjanum. Þannig að hann heldur að ég sé stalker og er að horfa á mig til að athuga hvort ég sé að horfa á hann. Og ég horfi á hann til að athuga hvort hann sé hættur að horfa á mig. Og þá heldur hann að ég sé að horfa á hann og heldur áfram að horfa á mig. Og svo framvegis....Óþolandi. Ok. Af hverju fer hann ekki bara? Þetta er orðið frekar creepy. FARÐU!!! JESSS!!!

Engin ummæli: