29. maí 2006

Lautarferð

Fór í lautarferð í gær með tveimur fjölskyldum þar sem einn þriggja ára tilkynnti mér að hann ætlaði að eignast alvöru byssu og skjóta allar stelpur í heiminum því þær væru svo leiðinlegar. Hlustaði líka á deilur tveggja mæðra um hvernig væri best að koma börnum í heiminn.

Mamma A – Ég trúi því staðfastlega að börn sem fæðast venjulega séu miklu sterkari en börn sem eru tekin með keisaraskurði. Ferðalag þeirra gegnum leggöngin gerir þeim betur kleift að takast á við mótstöðu í lífinu.

Mamma B – Ég er ósammála og tel það miklu betra fyrir börn að vera tekin með keisaraskurði. Venjuleg fæðing er mjög traumatísk og þessar slæmu minningar barnsins geta haft skaðleg áhrif.

Sólrún – Meira hvítvín?

Engin ummæli: