11. maí 2006

Mygluostailmvatn

Mörgum (þar með talið mér) finnst góð lykt hafa mikið aðdráttarafl og að sama skapi þykir sterk líkamslykt vera fráhrindandi. Síðustu árin hafa ilmvatns- og rakspíralyktir orðið fjölbreyttari. Einhverra hluta vegna datt fólki í hug að það væri samasem merki milli þess sem væri gott á bragðið og góð lykt af. Ávaxtailmvötn eru til dæmis mjög vinsæl svo og alls konar vanillu ilmir og jafnvel lykt af súkkulaði og kanel og ég veit ekki hvað. Bretar ákváðu að taka þetta enn lengra og hafa nú sett á markaðinn mygluostailmvatn.Namm eða hvað? Næst er bara að virkja íslenskan útflutning á harðfisk og hákarla rakspíra. Þetta er reyndar kannski ekki eins slæm hugmynd og það hljómar. Er ekki frá því að ég myndi halla mér upp að einhverjum sem lyktaði af einni með öllu svona síðla kvölds í bænum...

Engin ummæli: