Ég var spurð að því um daginn hvort ég vissi eitthvað um de Clerambaults heilkenni (sem ég gerði ekki þá - en geri núna!). Þetta var í tengsl við bók og seinna bíómynd sem heita Enduring Love og fjalla um þetta efni.
De Clerembaults heilkenni, öðru nafni Erotomania kallast á íslensku ástsýki og virðist bara vera fínna orð yfir stalker-hegðun. Formlega skilgreining er sú að þetta sé sjaldgæf röskun (og sálfræðinemar ekki byrja með heilkenni/röskun ruglinginn, ég er bara að þýða þetta beint) þar sem viðkomandi er haldinn þeirri ranghugmynd að einhver sé ástfanginn af þeim. Allt er túlkað sem tjáning á þessari leynilegu ást. Kannast sjálf við þetta en neita því að þetta sé ranghugmynd. Ég veit að Josh Holloway er ástfanginn af mér - ég sé hann horfa á mig gegnum sjónvarpið!
Ég hef mikið að segja
Fyrir 10 árum
Engin ummæli:
Skrifa ummæli