1. jún. 2006

Oxford

Gleymdi auðvitað að skýra frá því að neðangreindur hittingur fór fram í Oxford. Ég hafði aldrei komið þangað áður og fannst það virkilega skemmtileg borg. Fórum í útsýnisferð með túristastrætó og hlustuðum á sögu borgarinnar gegnum appelsínugul heyrnatól. Röltum um háskólasvæðið sem var eins og snýtt út úr Harry Potter bók, hefði aldeilis verið til í að læra þar. Best fannst mér samt að koma inn í Blackwells bókabúðina. Virkar ekkert sérstaklega stór þegar maður kemur inn en er eins og hálfgerður risastór hellir að innan! Þar á meðal er Norrington herbergið sem er 10.000 fermetrar og á met í flestum bókum í einu herbergi. Svo má maður skoða allt að vild, hefði getað verið þarna í marga daga....ahhh....

Engin ummæli: