13. jún. 2006

Hitamál

Í gær var heitasti dagur ársins í London og að mér skilst heitasti 12. júní í sögu hitamælinga í Bretlandi: 32,3 °C

Allt of heitt fyrir mig. Fínt að sitja í skugganum í Hyde Park og lesa en á kvöldin finnst mér hitinn ómögulegur þessa dagana. Get ekki sofnað í svona hita. Við erum reyndar með riiisastóra viftu í svefnherberginu en það er bara svo mikill hávaði í henni. Þannig að ég reyni að hafa kveikt á viftunni þangað til ég er aaalveg að sofna, slekk svo á henni og reyni að sofna áður en hitinn verður aftur óbærilegur - sem gengur ekkert allt of vel.

Hmmm... maður á kannski ekki að vera að kvarta yfir svona? :)

Engin ummæli: