4. jún. 2006

Brighton


Í gær fórum við í dagsferð í gamla heimabæinn Brighton. Í fyrsta sinn í laaaangan tíma var spáð sól og góðu veðri og það gekk eftir. Þannig að við röltum um allar helstu götur bæjarins, dýfðum tánum í sjóinn og fengum okkur lúr í almenningsgarði við furðulegan jazz undileik. Rákumst meira að segja á nokkra vini sem áttu einu sinni heima í Brighton en gera það ekki lengur og voru þarna í svipuðum erindagjörðum.

Á leiðinni heim áttaði ég mig á afleiðingum þess að vera úti í sólinni í heilan dag. Var eitthvað svo sólþyrst... geri alltaf sömu mistökin, gleymi að bera á mig sólarvörn í Norður-Evrópulöndum því "það er ekkert svo heitt". Var orðin eldrauð í framan og á öxlunum svo þaut inn í næsta apótek að kaupa after-sun. Afgreiðslumanninum fannst þetta eitthvað fyndið og gat næstum ekki hætt að hlæja þegar hann afgreiddi mig. Er svona létt humarlituð í dag en bíð spennt eftir að breytast í súkkulaði...

Engin ummæli: