7. jún. 2006

Illskeyttir endajaxlar

Ætlaði að skrifa langt blogg um atburði undanfarinna daga en nú kemst ekkert að hjá mér nema tannpína. Ég er nefnilega með seinþroska tennur og endajaxlarnir mínir eru rétt að byrja að koma í ljós. Finnst þeir sjálfri vera eitthvað undarlegir í laginu, þeir vaxa þvers á kruss á hinar tennurnar og mér sýnist bara alls ekki vera pláss fyrir þessar frekjur uppi í mér. Fór til tannlæknis fyrir nokkrum vikum sem tók myndir og fullvissaði mig um að allt væri í lagi og að ég ætti bara að koma aftur eftir ár. Nema hvað nú er ekkert nema kvöl og pína í einum jaxlinum, held að þetta sé allt stokkbólgið, sársauki í kjálka og koki og get ekki opnað munninn nema til hálfs. Hringdi í tannsa og var sagt að taka bólgueyðandi og fúkkalyf ef þetta versnaði. Sem það gerði! Hef aðallega huggað mig við það að lesa á netinu að þetta sé allt saman eðlilegt, það lenda víst margir í þessu, gaman að lesa hvað það hafa margir bloggað um endajaxlana sína. Þetta eru reyndar aðallega hryllingssögur af því þegar þeir eru teknir úr en það er seinni tíma vandamál... Er semsagt búin að vera að bryðja sterkar bólgueyðandi í gríð og erg sem mér finnst lítið hjálpa nema hvað ég er hálfdösuð þannig að ætla til læknis á eftir. Þýðir að ég held lítið að fara til tannlæknis hér, ég get ekki opnað munninn nógu mikið til að hægt sé að sjá neitt! Ætlaði til dæmis að fá mér frostpinna í gær en kom honum ekki upp í mig þannig að var eins og kettlingur að sleikja hanm þangaði til hann bráðnaði allur yfir mig. Þá er bara að lifa á Starbucks frappuchino...mmmmm....

Engin ummæli: