15. jún. 2006

Kópenhagen

Við erum að fara til Köben á morgun að heimsækja Barnið (og hafmeyjuna nottlega) trallararallaraaa....

Ég er búin að taka að mér að skipuleggja ferðina, Útlendingurinn hefur aldrei komið til Danmerkur þannig að mér er mikið í mun að við skoðum sem mest á sem stystum tíma. Er búin að kaupa ferðamannabók og alles og er að nota Google Spreadsheets til að plana helgina frá A til Ö (réttara sagt A-Z þar sem þetta er á ensku).

Hef samt rekið mig á það að ég er alls ekki sammála þessari ferðamannabók! Bókin talar um hin og þessi listasöfn á meðan Ripley's believe it or not er uppáhalds safnið mitt(en fær núll stjörnur í umræddri bók). Ýmsir veitingastaðir eru rómaðir en ég hlakka mest til að fá mér rautt sódavatn og franska pulsu. Farið er fögrum orðum um danska hönnun en ég vil bara fara í H&M á Strikinu og bera saman London vs. Köben! Mín upplifun af Kaupmannahöfn litast kannski af rósrauðum æskuminningum (sérstaklega ferð JARÚNar 1995 :-D ) en ég ætla nú bara samt að skoða það sem ég vil skoða. Þarf bara að passa að Útlendingurinn komist ekki í bókina og heimti að fara í kastalaskoðunarferðir... ;-)

Engin ummæli: