23. jún. 2006

Ferðasagan









Það var æðislegt í Köben hjá litlu sis síðustu helgi.
Föstudagur: Komum á föstudagseftirmiðdegi, settum töskurnar í geymslu á Höfuðbanagarðinum og röltum niður á Nyhavn. Fengum okkur rándýran en afar góðan bjór við höfnina og Barnið grillaði fyrir okkur rooosalega góðan mat um kvöldið.
Laugardagur: Fórum á Carlsberg safnið á laugardagsmorgun, síðan á 17. júní hátíðina á Amager, á Ripleys safnið, borðuðum hamborgara í alvöru Sporvagni á Grábræðratorgi og fórum svo í Tívolí, vei! Ég "vann" lyklakippu og keypti mér snuð í tilefni dagsins og var hæstánægð. Síðan gerðum við tilraun til að horfa á mynd um kvöldið, ég var yfirklórari (er sérlega fær í höfuðklóri) og bæði Barnið og Útlendingurinn sofnuðu í fanginu á mér. Voða sætt.
Summudagur: Okkur var boðið í hádegismat hjá Stellu og Kristni sem var alveg frábært, gaman að sjá þau (og Jón og Louisu auðvitað), ljúffengar bollur og ekta pönnsur! við rákumst svo aftur á þau á mánudeginum á Strikinu af tilviljun :) Við Útlendingurinn fórum svo á Löngulínu að skoða litlu hafmeyjuna. Hún var í stuði eins og venjulega, heyrði samt að Íslendingarnir (og örugglega fleiri) á svæðinu voru að vonast eftir einhverju öðru, ég heyrði einhvern gala "Vorum við að labba í þrjá tíma fyrir þetta?!". Síðan röltum við gegnum fullt af görðum og skoðuðum skjaldbökur en gleymdum því miður Amalíuborg. Svo var það Bollusafnið og að lokum ekta danskt á Litla Apótekinu.
Mánudagur: Sváfum endalaust lengi, föttuðum að flest söfn væru lokuð á mánudögum, fengum okkur smurbrauð í bænum og röltum kringum Planetariumið. Flug klukkan sjö, komin heim klukkan 22:00.

Semsagt frábær ferð. Skemmtilegast að keyra með Barninu og Lindu (GPS tækinu) sem sagði til dæmis "turn right in 300 metres", ég er alveg glötuð í að meta svona fjarlægðir! Aldís og Linda stóðu sig ótrúlega vel í ratleiknum um borgina, litla systir er orðin svo fullorðin! Ég tek samt smá forskot á hana á morgun, tuttugogsex takk fyrir...

Engin ummæli: