Í dag eignaðist ég loksins loksins litla frænku þegar Freyjunni minni fæddist dóttir.
Í dag á Guðrún æskubestavinkona mín og meðlimur í leynifélaginu Jarún þrítugsafmæli.
Í dag hefði langamma mín orðið 97 ára.
Í dag er dagur heilags Patreks.
Í dag er góður dagur.
Nú er bara að vona að 10 ára afmæli litlu frænku stangist ekki á við fertugsafmæli vinkonunnar árið 2019 (Kallast þetta kannski að hafa óþarfa áhyggjur?).
Ég hef mikið að segja
Fyrir 9 árum
Engin ummæli:
Skrifa ummæli