Ég var með strengi alla helgina eftir lúsífersku líkamsræktina og var eiginlega búin að gleyma að harðsperrur geta stundum verið verri þarnæsta dag eftir æfingar. En það svar svosem ágætt að endurlæra þessa lexíu, enda lærði ég ýmislegt nýtt um helgina - og ýmislegt sem ég vissi en var búin að gleyma. Sem dæmi má nefna...
Að Þjóðmenningarhúsið er húsið við hliðina á Þjóðleikhúsinu (þessu komst ég reyndar að á Vetrarhátíð en var eiginlega búin að gleyma því).
Að gatan Mosabarð er í Hafnarfirði (ég rata meira að segja þangað!).
Að það er hægt að fá oreo-kex út í bragðaref (og það bragðast vel).
Að Steve Martin og Sigourney Weaver leika í kvikmyndinni Baby Mama (sem er ágætis skemmtun á köflum).
Að kvikmyndin The Core er óendanlega fyrirsjáanleg (en Aaron Eckhart er hot).
Að humarveislan á Tapas barnum er mun betri en patatas bravas hjá þeim (ég pantaði hvorgugt- og já hey Sangriað hjá þeim er gott).
Að það er allt í lagi að bíða eftir mat í meira en klukkutíma í góðum félagsskap en það væri afar erfitt að vera á lélegu deiti í sömu aðstæðum (þá er bara að hafa plan B).
Að skemmtilegi saumaklúbburinn minn (sem heitir ekki The Holograms eða Uptown Girls) gæti heitið einu nafni Ásdís Ósk Helgadóttir (við heitum allar einu af þessum nöfnum).
Að dugga er annað orð yfir stelpa samkvæmt íslenskri samheitaorðabók (sem hljómar eins og guggunýyrðið hans Ólafs Ragnars, nema bara aðeins sjóaralegra).
Að þrátt fyrir að ég sé búin að fara vikulega í heilt ár en hann tvisvar á síðustu tuttugu árum er pabbi minn betri en ég í badminton (hann vann þrjá leiki um helgina, ég einn).
Að Þóra Marteinsdóttir er frábært tónskáld (ok ég meina þetta vissi ég þannig séð fyrir en heyrði það ekki sjálf fyrr en um helgina. Ekki spillir fyrir hvað hún er sæt og skemmtileg).
Að það er ekki komið vor í mars (hvernig gat ég gleymt þessu!).
Á mánudaginn lærði ég síðan hvernig eru teknar röntgenmyndir af nefkoki (meðal annars með því að horfa upp, styðja hökunni við vegg og opna munninn).
Pæling dagsins í dag er svo að silfurskotta er í raun ótrúlega krúttlegt nafn á frekar viðbjóðslegu fyrirbæri.
Hver þarf að vera í skóla þegar lífið kennir manni svona margt ;)
Ég hef mikið að segja
Fyrir 9 árum
3 ummæli:
Maður roðnar bara....
Æðisleg færsla sæta mín (mér finnst þú frábærust) og takk fyrir að nenna að koma með á tónleika um helgina :-*
oj silfurskottur!
Annars er ég alveg sammála þér með Tapasbarinn - mjög góður matur þarna en ég þarf alltaf að bíða lengi, lengi eftir honum og stundum er það bara ekki þess virði.
kv,
Hildur
Fyndin! Vissi ekki að pabbi þinn væri badmintonsnillingur... og já, silfurskottur eru ógeð.
Til hvers þarf maður að vera í skóla ef maður getur lesið blogg??
Knúsí
Soffía
Skrifa ummæli