3. mar. 2009

Your girl is lovely, Hubbell

Golden oldies kvikmyndaklúbburinn hélt fund í kvöld þar sem var horft á kvikmyndina The way we were frá 1973 (Robert Redford og Barbra Streisand í aðalhlutverkum, Sidney Pollack leikstýrði). Ég var extra stressuð að keyra í hálkunni og snjónum á vídjóleiguna þar sem ég var með kasólétta (9 mán mínus einn dagur) bestuvinkonu og hund í bílnum og var hrædd um að koma fæðingunni af stað ef ég færi of harkalega yfir hraðahindrun. En það hafðist á endanum og allir komust örugglega á leiðarenda. Erum reyndar búnar að vera að taka aðeins eldri myndir en þessa en ákváðum að færa mörkin í að myndin þyrfti að hafa komið út áður en við fæddumst. En það er ekkert grín að vera í svona klúbbi, hinn ofurskipulagði meðstofnandi kvikmyndaklúbbsins skráði samviskusamlega upplýsingar um myndina niður, ætlar að búa til möppu og síðan verður farið yfir spurningar úr myndinni næst þegar við hittumst. Myndin var annars góð - það kannast örugglega margir SATC aðdáendur við að þær stöllur ræddu um þessa mynd í þætti þar sem Carrie líkti aðalpersónunum við sig og Mr. Big. Fyrir þá sem ekki vita er myndin um samband karls og konu sem gengur brösuglega af því að þau eru svo ólík. Ekki ólík eins og í Grease eða eitthvað klisjukennt "hún er prinsessa og hann er í rokkhljómsveit", heldur með ólík viðhorf, lífssýn og pólitískar skoðanir svo eitthvað sé nefnt. Þetta var bara eitthvað svo raunsætt og Barbra Streisand er alveg frábær í henni. Hún er svo pínlega ástfangin að við vorum farnar að halda fyrir augun og tala við sjónvarpið "Nei nei ekki hringja í hann!". Mér fannst Robert Redford ekkert sérlega sannfærandi að leika tvítugan háskólanema (myndin spannar reyndar langt tímabil) enda er hann amk 36 ára þegar myndin er tekin upp. Engin tölvugrafík til að má burtu hrukkurnar þarna.

2 ummæli:

Freyja sagði...

Oh....æðisleg mynd. Ég er ekkert smá ánægð með að við skyldum sjá hana. Hlakka til næsta kvikmyndaklúbbakvölds...ég verð tilbúin með spurningar og glósur til upprifjunar úr "The way we were". (ein soldið klikkuð)

Nafnlaus sagði...

Já ég er viss um að þú hefur ekkert að annað að gera næstu vikurnar elskan mín en að útbúa möppu fyrir kvikmyndaklúbbinn ;)