4. mar. 2009

Segðu aaaaaa

Í dag borgaði ég myndarlegum manni fyrir að pynta mig með ýmsum tækjum og tólum þar til ég varð helaum en hamingjusöm. Fór semsagt til tannsa. Engar skemmdir en ein tönn löguð svo það þurfti aðeins að bora. Ég er ekki með tannlækna- sprautu- eða blóðfælni svo finnst þetta ekkert erfitt (bara vont) en veit samt aldrei hvernig ég á að haga mér í stólnum. Á ég að vera með augun opin eða lokuð og ef ég er með þau opin, hvert á ég þá að horfa? Á ég að svara tannlækninum þegar hann spyr mig að einhverju meðan hann er með höndina hálfa uppi í munninum á mér?

Mamma og pabbi fóru síðan með frumburðinn (mig) í bíó, þótt ég vilji nú frekar meina að ég hafi farið með þau. Slumdog Millionaire varð fyrir valinu og það kom engum á óvart að hún var alveg frábær, þótt ég hefði reyndar frekar viljað fara í bíó með engar væntingar til myndarinnar. Er alveg hissa (en ánægð) á sjálfri mér að hafa farið í bíó tvö þriðjudagskvöld í röð. Einu sinni var ég reyndar alltaf í bíó og montaði mig oft af því að vera búin að sjá næstum allar myndirnar á topp 20 listanum sem var alltaf aftast í tímaritinu Myndbönd mánaðarins (a.m.k. meira en helming). Sem heitir víst núna Myndir mánaðarins og samkvæmt nýjasta topp 20 listanum þeirra er ég bara búin að sjá eina mynd, meistaraverkið High School Musical 3.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

haha...við erum svo ein. Er alveg í sömu vandræðum hjá tannsa. Myndi helst bara hafa augun lokuð en þá er ég svo hrædd (vil sjá hvað hann er að gera) að það gengur aldrei upp. Svo vill maður auðvitað ekki vera ókurteis og því reyni ég alltaf að svara þegar spurð er þó ég drukkni mögulega fyrir vikið í eigin munnvatni! :)

kv,
Hildur

Nafnlaus sagði...

"eins" átti þetta nú að vera

Unnar sagði...

Mér leiðist að fara til tannlænknis. Ég er hrikalega hræddur við sprautur og nálar. Ég reyni þó oftast að taka þessu eins og karlmaður...
En þannig var að tannlæknirinn sem ég var hjá var svo hrikalega fyndinn að ég átti oft í vandræðum. Ég með fullan munn af höndum, tækjum og tólum að berjast við að halda öllu draslinu kjurru.