13. mar. 2009

Tvífarar #1




Fyrr á árinu fór ég að sjá nýjustu Woody Allen myndina Vicki Cristina Barcelona sem var ósköp góð skemmtun. Flestir (þar á meðal ég) könnuðust við leikarann á kvikmyndaplakatinu hér að ofan og töldu að þarna væri kominn hinn ógleymanlegi Denny Duquette úr Grey's Anatomy, leikinn af Jeffrey Dean Morgan.
Hér má sjá mynd af Jeffrey loverboy:



Það fóru þó að renna á mig tvær grímur eftir að ég hafði séð sýnishorn úr myndinni og ég komst að því að leikarinn í VCB er raunar allt annar og óskyldur ofangreindum dreng, nefnilega Javier Bardem (sem lék m.a. í No country for old men).
Glaumgosinn Javier er hér:



Ég er ekki sú fyrsta til að sjá svip með þessum tvífarafolum og koma upp ófáar leitarniðurstöður ef maður slær inn nöfn þeirra beggja í Google, þrátt fyrir að þeir hafi aldrei leikið saman í mynd svo ég viti til.
Skelli inn einni mynd af þeim saman:




En eins sjarmerandi og þeir eru þá dæmir maður nú oft svona leikara út frá karakterunum sem maður þekkir þá best af. Þannig þekki ég Javier best sem óforbetranlegan flagara en Jeffrey sem afturgöngu og því get ég ómögulega valið á milli þessara tveggja hjartaknúsara (æ jú ok mér finnst Denny sætari :) )

4 ummæli:

Anna Pála sagði...

Javier Bardem er mest macho gaur jarðar! Ubersexí og sjúklega góður leikari, síðast þegar ég vissi var Penelope Cruz sú heppna. Ég verð að segja að mér finnst hann flottari enda hef ég séð hann í nokkrum spænskum myndum, líka á sínum yngri árum í mjööög steamy senum t.d. með umræddri miss Cruz.

Já hinn var líka massaflottur í Greys og ég vældi heilu baðkari þegar hann dó en ég verð að segja að þetta afturgöngudæmi pirraði mig þvílíkt, en veit ekkert hvernig þetta endaði eða hvað er í gangi í þáttunum í dag þar sem ég hef losað mig við stöð 2 og er því Greys ignorant

Nafnlaus sagði...

Ég var nefnilega alveg hissa, Javier er held ég yngri en hinn, finnst hann virka eldri. Ég hef ekki séð hann í öðrum myndum svo get kannski ekki dæmt. Er heldur ekki með stöð 2 en leigði eina seríu á bókasafninu og hef síðan séð einn og einn þátt svo er heldur ekki alveg inni í þessu en læt þig vita! En já fínt að við getum skipt þeim á milli okkar :)

Nafnlaus sagði...

oohh fallegu menn! Ég vil þá báða...saman! :)

Annars er afturgöngukjaftæðið víst tengt veikindum dömunnar, ekki komið í ljós hver þau eru þó.

kv,
Hildur

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þeir alveg eins. Held þeir séu einn og sami maðurinn..