Dagurinn byrjaði vel og endaði illa. Ég dottaði í strætó á leið í vinnuna eins og svo oft en vaknaði við bjarta og hlýja sólargeisla á andlitinu sem komu mér í hoppandi skoppandi gott skap eins og allir vorboðar gera. Átti góðar stundir í kvöld í Kópavogslaug og á Klapparstíg en fékk síðan tvö símtöl í röð með afar slæmum fréttum og var reyndar búin að fá slæmar fréttir í morgun líka. Ekki sem snerta mig persónulega en það er alltaf vont þegar fólkið sem manni þykir vænt um á um sárt að binda.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli