17. mar. 2009

Annarra manna blogg

Nú eru svo margir farnir að taka við sér í bloggunum að ég verð að reyna að standa mig. Hér eru helstu nýju keppinautarnir:

Barnið er farið að keppa við mig í bloggi en hún er þrátt fyrir að vera bara barn (látum það vera að hún er móðir og á 26. aldursári) algjör snillingur og er að gera lokaverkefni í byggingarverkfræði um rýmingartíma á leikskólum í sambandi við brunavarnir.

Blaðran pæjuvinkona mín er oft með mjög skemmtilegar pælingar um samskipti kynjanna. Hún skrifaði síðast vangaveltur um hvort allir væru að leita sér að hugsanlegum maka á djamminu, og færði rök fyrir því að svo væri.

Blaðrarinn sem vinnur með mér er síðan farinn að vera duglegri að blogga. Hann er Vestfirðingur með áhuga á fiskum og gömlum saumavélum og er ótrúlega skemmtilegur karakter. Í dag giskaði ég réttilega á að Hemmi Gunn væri að verða 63 ára og hann skuldar mér því einn löns (þ.e.a.s. vinnufélaginn, ekki Hemmi).

2 ummæli:

Aldís Rún sagði...

Alveg róleg á að blogga oft á sama deginum..það telur bara sem eitt sko..hehe ;)

Unnar sagði...

Takk fyrir hrósið.
Ég borga þér lönnsinn í næstu viku, kannski ég reyni að fá Hemma með. :)