4. mar. 2009

Bolabrella

Ég sendi Útlendingnum (sem er búsettur í London) smá pakka um daginn í tilefni stórafmælisins. Reyndar var ég næstum búin að gleyma afmælinu svo ég lét Amazon senda til hans bol í snatri með áletrun úr Lost þáttunum sem eru í miklu uppáhaldi hjá honum. Smá einkahúmor, var viss um að hann myndi fatta um leið að þetta væri frá mér þótt ég hefði ekki sett kort með. Viku seinna var ég ekkert búin að heyra í honum svo ég hringdi í hann til að athuga hvort sendingin hefði borist. Hann kannaðist ekki við að hafa fengið pakka frá mér sem mér fannst frekar leiðinlegt og lýsti bolnum sem ég taldi mig hafa látið senda til hans. Já bolurinn, sagði hann, var hann frá þér? Ég hélt að þetta væri bara sniðug markaðsbrella frá Sky sjónvarpsstöðinni sem sýnir þættina, þetta kom um leið og nýjasti kynningarbæklingurinn þeirra. Hann hélt semsagt að pakkinn hefði verið frítt kynningarefni. Var ekkert að pæla í því hvað það væri heppilegt að bolurinn skyldi vera í réttri stærð eða að pakkningin bæri þess merki að hann hefði verið pantaður af netinu.
Note to self: Karlmenn eru ekki móttækilegir fyrir hugsanaflutningi. Ekki frekar en konur.

4 ummæli:

Aldís Rún sagði...

Hvað er málið?..ókeypis kynnignarbolur!?!

Held að veglegasta auglýsingadót sem ég hef fengið sent með pósti sé..humm, sennilega penni eða endurskinsmerki. En kannski er allt svona fínt í UK.

Nafnlaus sagði...

Eða Útlendingurinn veruleikafirrtur?

Magnea

Nafnlaus sagði...

Það er alltaf gott að búa á litlu bleiku skýi þar sem að fólk sendir manni ókeypis föt.

Nafnlaus sagði...

Lol, já ég væri reyndar alveg til í að fá ókeypis föt í "kynningarskyni" :) og já, ætla að reyna að halda mig á mottunni með að tjá mig um veruleikafirringuna... :) en mér fannst þetta fyndið.