Ég varð fyrir pyntingum í dag í annað sinn í vikunni, nema að þessu sinni í leikfimisal en ekki tannlæknastól. Álpaðist inn í boxtíma þar sem voru fyrir nokkrar pæjur sem voru greinilega fastagestir í þessum tíma sem var ekkert eitthvað smá spark út í loftið heldur herþjálfunaræfingar með öskrum eins og"10 í viðbót, í hvert sinn sem einhver stoppar verða allir að byrja upp á nýtt" . Ég vildi nú vera team player svo ég píndi mig áfram og var skjálfandi á beinunum á eftir, hjartað sló svo hratt að ég hélt að það myndi taka á sig stökk, hlaupa út um munninn og fara í sturtu á undan mér. Gaurinn sem kennir þetta er mjög sérstakur, sítt hár í tagli og sólgleraugu og oftast í allt of flegnum hlýrabol. Í kvöld var hann í snjóþvegnum gallabuxum með karlmannakameltá sem ég var að reyna að gera mitt besta til að stara ekki á. Hann var nú samt að reyna að vera almennilegur inn á milli pyntinganna, kannski um of því hann heimtaði að fá að ræða við mig eftir tímann og bað um nafn og símanúmer svo hann gæti hringt í mig um helgina og boðið mér á einhvern fund sem hann er að halda í næstu viku. Held að hann sé að reyna að selja mér einhverja vitleysu og hefði venjulega spurt eitthvað meira út í þetta en þarna hafði ég orðið fyrir súrefnisskorti í heila vegna oföndunar og stundi út úr mér (réttu) símanúmeri mér sjálfri að óvörum. Annars þooooli ég ekki þessa tegund af líkamsrækt (þótt það hafi alveg varið gaman að boxa aðeins) og er miklu meira fyrir að vera góð við sjálfa mig - en nó pain, nó gain.
8 ummæli:
ha ha ha. það ætti nú að festa þennan gaur á filmu og selja sem hugmynd að grínþætti. annars finnst mér feitir einkaþjálfara alltaf sérlega ótraustvekjandi (er þetta ekki annars þessi lönnfeiti?)
jca
Vá hvað ég var lengi að lesa orðið: karlmannakameltá..hehe
En go girl..er stolt af þér :)
Hann ætlar örugglega að bjóða þér á deit :-p
Jú jca þú veist hver þetta er :) pínu svona eins og karakter úr Little Britain. Vá ég vona að hann sé ekki að bjóða mér á deit, efast líka um það, ég var mjög ó-deitbjóðanleg eftir tímann.
Og hvað? Eruð þið byrjuð saman?
hey já... er það ástæðan fyrir bloggleysinu? U on the love cloud? :)
kv,
Hildur
Já við siglum um himingeiminn á bleiku töfrateppi ástarinnar með próteinsjeik í hönd...
Nei hann hringdi ekki einu sinni!
Helgarbloggið er ennþá í draft mode, náði ekki alveg að klára það :) kemur í kvöld.
that bastard! :)
Skrifa ummæli