Á morgun tek ég þátt í súkkulaðikeppni. Þessi staðhæfing framkallar alla jafna glampa í augu þeirra sem ég segi frá, þar til ég útskýri að þetta sé keppni í að búa til súkkulaðirétti en ekki í því hver geti borðað mesta súkkulaðið. Ég fæ samt vatn í munninn við tilhugsunina. Ég tek keppnishlutann ekki svo alvarlega heldur ætlaði að bjóða upp á forláta súkkulaðidrykk, sem ég hugðist búa til úr framandi og freistandi súkkulaðispónum sem ég fékk í jólagjöf. Nema hvað að þegar ég var að lesa lýsinguna á pakkanum áðan sá ég að það eru ekki nema fimm skammtar hverjum pakka - við verðum tíu og ég á bara einn pakka. Nú þá fá allir bara hálfan bolla hugsaði ég, þar til ég sá að upphaflega skammtastærðin miðaðist við fimm demi-tasse bolla, þ.e.a.s. hálfa bolla.
Mér féllust eiginlega hendur svo ég ákvað að dreifa huganum og gluggaði í danskt kvennablað. Þar rakst ég á ansi skondið ráð fyrir konur sem eiga t.d. maka sem eru lítið heima eða sem hafa minni löngun til ástaratlota en þær sjálfar. Lausnin var að föndra eigið hjálpartæki ástarlífsins með Clone-a-willy, og búa til gúmmíafsteypu af djásni makans. Ráðleggingarnar virtust settar fram í fúlustu alvöru og mér fannst þetta svo fyndið að ég ákvað að fletta síðunni upp á netinu.
Haldiði að ég hafi ekki uppgötvað nýjastu handverkshugmyndina í þessum efnum, sem er að það er hægt að klóna karlmennskuna ekki bara úr gúmmí heldur úr súkkulaði! Þetta er kannski lausnin, að mæta með svona í súkkulaðikeppnina!
Nú er bara að finna einhvern til að vera góð fyrirmynd...
Ég hef mikið að segja
Fyrir 9 árum
9 ummæli:
Hmm, þetta er ansi girnilegur ..... Opnaði annars bloggið þitt með 9. bekk fyrir aftan mig. Það sá nú enginn neitt (svo ég viti) en ég var ansi snögg að loka aftur um leið og ég sá myndina, hehehe. Annars finnst mér að við ættum að hafa svona súkkulaðiátskeppni einhvern tímann. Kaupa kassa hjá Nóa Síríus og troða svo í okkur!
Ég fattaði ekki hvað myndin er stór! Og þetta lítur nú frekar dónalega út, ekki eins og saklaus súkkulaðimoli með slaufu. Ég er með í súkkulaðiátskeppninni, en finnst að hún ætti að fara fram yfir heilt kvöld svo við fáum ekki (mikið) illt í magann :)
Makalaust er hún því meður.
Manna-leysið ei gleður.
Alsæl á svip hún breður
mikinn og langan súkkulaði fisk.
Lol, þakka ljóðið Unnar. Tók mig smá tíma að fatta þetta með fiskinn :)
Já hehe.
Þessi aðferð heytir eitthvað ákveðið, nenni bara ekki að fletta því upp. Ég er reyndar ekkert sérstaklega góður í ljóðagerð.
Flott súkkulaðistykki! Ég fór annars einu sinni á kynlífshjálpartækjakynningu í gæsapartíi þar sem var svona kökumót bæði fyrir konur og karla, ss búin til afsteypa af kynfærum og svo fylgdi duftdeig með og hægt að baka sér bara köku. Ekki veit ég alveg til hvers, a.m.k. myndi mér aldrei detta í hug að baka köku með duftdeigi úr sexsjoppu!!!
Síðan var hægt að búa til svona tippaafsteypur sem lýstu í myrkri (nytsamlegt?) og sem voru vatnsheldir til að maður gæti tekið þá með í bað og ég veit ekki hvað og hvað
Það fylgir sögunni að ég keypti ekkert af ofangreindu, enda get ég ímyndað mér fullt af öðrum sniðugum aðferðum til að skemmta sér ef maður á þreyttan kall :-)
Allir æstir í að kommenta þegar svona mynd birtist..hehe.
En ég á annars klakamót í svipuðum stíl, reyndar fyrir mörg lítil en ekki eitt stórt.
Aldís þetta hljómar eins og málsháttur í páskaeggi! Betra eru mörg lítil typpi heldur en eitt stórt... Að minnsta kosti þegar um klaka er að ræða :)
Once you go dark chocolate, you never go back to Dairy Milk.
Skrifa ummæli