Poppdívurnar Madonna og Björney Spjót komu báðar við sögu í lífi mínu í gær. Mig dreymdi afar undarlegan draum þar sem ég var sálfræðingur Madonnu. Í gær áttaði mig líka á því að Britney syngur í raun og veru
just like a circus í nýja laginu sínu þegar mér hefur heyrst hún vera að syngja
just like a surrogate. (einhvers konar staðgengill). Ég misskil/misheyri reyndar nokkuð oft texta og skoða stundum síðuna
kissthisguy þar sem fólk sendir inn á hvaða hátt það hefur heyrt lagatexta vitlaust. Eins og til dæmis gaurinn sem heyrði Michael Stipe syngja "Let's pee in the corner" en ekki "That's me in the corner" í R.E.M. laginu Losing my religion.
Þessi íslenska síða er eiginlega fyndnari, en ekki með jafn margar misheyrnir ef svo má að orði komast. En af íslensku lögunum sem dæmi má nefna Sálarlagið þar sem textinn "Ég þekki þig, og þínar langanir..." kemur fyrir, en einhver heyrði það sem "Ég þekki þig, og þína langömmu.." Annars ég get komið því að hér, þótt það sé ekki mér til framdráttar, að ég hélt lengi vel að búðin Eco Decor héti Egg og Dekur.
1 ummæli:
hahaha! úff hvað ég þurfti þessa lesningu eftir erfiðan og langan dag í námi og vinnu :)
kv,
Hildur
Skrifa ummæli