1. mar. 2009

Ljúfur laugardagur

Eftir svefnleysi vikunnar ákvað ég að taka því rólega og hafa það notalegt á föstudagskvöldið. Ég tók því aðeins of rólega og sofnaði klukkan sjö. Og þá er ég ekki að meina á laugardagsmorguninn. Aftur á móti vaknaði ég ofurhress eftir fjórtán tíma svefn og átti indælisdag með endalausum kaffihúsaferðum og vinahittingum. Fór í sund og á kaffihús með einni vinkonu og í badminton með annarri. Síðan var smá pása heima sem fór í að hanga og lesa blöðin, þvo þvott, leika við kanínuna og vinna verkefni í tölvunni. Um kvöldið var það út að borða, göngutúr, kaffihús og bókabúð með platkærastanum. Heimsókn til foreldranna og svo aftur út að hitta tvær vinkonur og kærastana þeirra. Önnur er komin 9 mánuði á leið (mínus tveir dagar), síðasti séns að kíkja út á lífið í bili svo við röltum á nokkra staði (hún er hressasta ólétta kona sem ég veit um). Settumst niður í kakódrykkju og spjall og svo náði ég að smella kossi á tvær skvísur á Ölstofunni á leiðinni heim. Fékk þar smá ábendingu um bloggvesenið á mér að vera alltaf að byrja og hætta, svo ég fór beinustu leið heim að blogga... Humm ég ætlaði reyndar að blogga um eitthvað allt annað en bara Kæra dagbók, í dag... en ég geri það bara á morgun, enda orðin svona gífurlega afkastamikill bloggari.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

kanínan?

Annars finnst mér yndislegt að lesa bloggið þitt ...ánægð að þú sért byrjuð aftur

kv,
Hildur

Nafnlaus sagði...

Já Hildur til að fyrirbyggja allan misskilning þá er kanínan sem ég var að leika við alvöru gæludýr, ekki svona eins og kanínan hennar Charlotte í sex-and-the-city...

Nafnlaus sagði...

haha...ég var í sjálfu sér að furða mig á því að þú ættir alvöru kanínu.

Segir það eitthvað um mig að mér datt hin tegundin ekki einu sinn í hug :) ...þarf að fara að horfa aftur á "Sex and the city"

kv,
Hildur