Þótt ég eigi á köflum erfitt með að segja nei fell ég ekki oft fyrir gylliboðum í símasölu eða í stórmörkuðum. Fór í matvörubúð fyrir helgi þar sem var verið að leyfa manni að bragða alls konar girnilegt en ég var svosem með það á hreinu í huganum hvað ég ætlaði að kaupa. Þar sem ég kaupi nú ekki alltaf það sem ég ætla mér ákvað ég að smakka ekki einu sinni kormasósuna eða hitt gúmmelaðið sem var verið að kynna. Nema hvað, að svo staldraði ég aðeins við kexrekkann og var að leita að ákveðinni vöru. Þá vindur sér að mér hávaxinn unglingsstrákur sem starfaði greinilega í versluninni. Hann greip ákveðið einn kexpakka (tegund sem ég hafði aldrei séð áður og hefði ekki keypt sjálf) og hvíslaði í eyrað á mér "Þetta er ógeðslega gott kex".
Eins og í leiðslu greip ég annan kexpakka af sömu tegund - ég meina ég gat ekki sleppt því að smakka! Það reyndist síðan ekkert brjálæðislega gott á bragðið, en þetta var gott sölutrix. Velti því fyrir mér hvort drengurinn sé á sölubónus fyrir að hvísla nöfn á vörutegundum í eyrun á ungum konum að versla...
Ég hef mikið að segja
Fyrir 9 árum
4 ummæli:
Ég fékk nú meira á tilfinninguna að drengurinn væri að reyna við þig ..hef heyrt verri pick-up línur :)
kv,
Hildur
Manstu hvaða tegund þetta var?
forvitnar átkveðjur, kexáhugamanneskjan sem var að gúffa í sig 4 McVities með dökku súkkulaði (keypti sko ekkert hande MÉR heldur tengdó sem er farin og krakkarnir verða svo skítugir af þessu þannig að varð bara að klára pakkann)
Heyrðu þetta var tegund í mjög plain umbúðum, The co-operative everyday chocolate digestives eða eitthvað svoleiðis. McVities er betra samt sko. En uppáhaldskextegundin mín er kanil Lu kex, var að leita að henni í kexrekkanum (að sjálfsögðu ekki fyrir mig, heldur fyrir hugsanlega mögulega maður veit aldrei gesti).
oh ég veit um bestustu rjóma-skyr kökuna með kanil Lu kexi í botninum. Þarft að fá uppskriftina að henni.
kv,
Hildur
Skrifa ummæli