Stundum er stutt á milli nýs lífs og ljóss sem slokknar. Ég er léleg í jarðarförum. Ég græt alltaf ótæpilega, nánast sama hversu náin ég var hinum látna eða hvort viðkomandi hafi látist fyrir aldur fram eða ekki. Ég veit ekki hverjum ég á að heilsa, hvernig eða hvenær, finnst ég aldrei geta sagt neitt en samt er heldur ekki hægt að segja ekki neitt. Hvað um það. Hver vill svosem vera góður í því að fara í jarðarfarir.
2 ummæli:
Eins og þú veist eru jarðarfarir ekki mín sterka hlið heldur...
Nei en ég hefði nú samt alveg viljað hafa þig þarna krús, vil alltaf hafa þig hjá mér svosem :)
Skrifa ummæli