Í kvöld borðaði ég margar mismunandi kökusneiðar sem mér höfðu borist í nestisboxi alla leið frá Danmörku. Á meðan skoðaði ég myndir úr afmælisboðinu þar sem kökurnar höfðu upphaflega átt samastað og fannst í augnablik að ég hefði ekki misst af neinu. Þar til ég sá myndirnar af barninu besta þar sem það labbaði um, litaði og pissaði í kopp. Vildi að hægt væri að taka svona mikinn persónulegan þroskakipp á tveimur mánuðum á öllum æviskeiðum.
Þóra Marteins, úbertalent og megabeib (með lok, lok og læs blogg) klukkaði mig í gömlum og góðum bloggleik sem ég var reyndar ekki búin að taka þátt í. Hér koma svörin mín.
1. Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
1. Ræstitæknir á glasafrjóvgunardeild
2. Kennari í framhaldsskóla
3. Skrifstofumær í dúskadeild
4. Forstöðumaður á sambýli
2. Fjórar íslenskar bíómyndir sem ég held upp á:
1. Stella í orlofi
2. Veggfóður
3. Jón Oddur og Jón Bjarni
4. Börn
3. Fjórir staðir sem ég hef búið á:
1. Waterloo
2. Brighton
3. Óðinsvé
4. Skagafjörður
4. Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
1. Mallorca
2. París
3. Ljubliana
4. Havana
5. Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
1. My So-called Life
2. Arrested Development
3. Dr. Phil
4. Without a Trace
6. Fjórar síður sem ég skoða daglega:
1. Feisið
2. Bloggin
3. Mogginn
4. Gúglið
7. Fernt matarkyns sem ég held upp á:
1. Tom Yum súpa
2. Hrísgrjónagrautur
3. Bragðarefur
4. Hot wings
8. Fjórar bækur/blöð sem ég held upp á/les oft:
1. Ljónið, nornin og skápurinn
2. Nöfn Íslendinga
3. Dagbók Bridget Jones
4. Freakonomics
9. Fjórir staðir sem ég vildi vera á núna:
1. Hjá litlu systur og systurdóttur í Danmörku
2. Á trúnó á Hop Poles pöbbnum í Brighton
3. Að spila í sumarbústað í góðra vina hópi
4. Að sleikja sólina og slaka á í fríi með elskhuga
10. Fjórir bloggarar sem ég á að klukka:
Ef það er ekki búið að klukka þig og þig langar á annað borð að láta klukka þig, þá klukka ég þig hér með. Annars ekki.
Ég hef mikið að segja
Fyrir 10 árum