8. okt. 2008

Sönnunargagnið er astraltertugubb...


Sá bregða fyrir einkennilegum ljósgeisla yfir Reykjavík þegar ég var að koma af heiðinni í kvöld. Það var reyndar skýjað og ég í svolítilli fjarlægð svo þetta var ekki alveg greinilegt en helst minnti ljósið á lokaatriðið úr E.T. (sem er bæ ðe vei æðisleg, hver elskar ekki E.T.). Það er svosem ekki margt sem maður kippir sér upp við eftir taugatitring síðustu daga en engu að síður langaði mig að finna skýringu á þessu fyrirbæri.

Ég velti því strax fyrir mér hvort Rússarnir væru mættir á svæðið í ofur-tæknilegu herskipi til að taka yfir land og þjóð að launum fyrir lánið góða. Því næst datt mér í hug að þarna væru verur frá framandi hnöttum komnar til að sækja einhvern frænda sinn, enda er ég viss um að það eru nokkrar geimverur á gangi á meðal vor (ókei ég hef kannski horft aðeins of mikið á Men in Black, sem mér finnst líka skemmtileg þótt hún sé ekki jafn frábær og E.T.) Til dæmis datt mér í hug að verið væri að sækja Geir Haarde en mér hefur alltaf fundist hann brosa pínulítið líkt og E.T. sjálfur - og ég meina þetta á mjög jákvæðan hátt enda E.T. algjört krútt. Aðra potential geimverukandídata er best að nefna ekki, svona upp á eigið öryggi... (ég sé að geimverumyndir eru efni í annað blogg, Coneheads er til dæmis æðislega fyndin og í miklu uppáhaldi hjá mér og litlu systur).

En semsagt, aftur að ljósgeislanum dularfulla. Ég hugsa því miður, að líklegasta skýringin sé sú að þarna hafi Yoko Ono verið að fitla aðeins við stýripinnann á friðarsúlunni til að athuga hvort allt væri í lagi áður en hún kveikir formlega á henni núna á fimmtudaginn. Geimveruskýringin er samt miklu skemmtilegri, og ég ætla að halda áfram að velta fyrir mér hverjir séu innflytjendur á Hótel Jörð.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skemmtilega orðað "að fitla aðeins við stýripinnann". Svona svipað og mislesturinn með óþekka gaurinn um daginn. Hvað er í gangi vinan?

Nafnlaus sagði...

Kommon, friðarsúlan er bara eitt stórt reðurtákn svo þetta er viðeigandi orðalag... ;)
En ég vil meina að það segi alveg jafn mikið um þig og mig að þú kjósir að sjá tvöfalda merkingu úr þessum orðum ;)

Nafnlaus sagði...

Oh hvað ég er glöð að þú ert farin að blogga aftur. Hef saknað þess.

Aldís Rún sagði...

Hæ sis..ekkert verið að láta mann vita af blogginu! ..ég kíkti síðast í gær á gamla bloggið...humm.
Anyways..frábær blogg,
Miss u,
Aldís

Freyja sagði...

Mér finnst Geir Haarde einmitt brosa eins og ET. Hafði samt ekki hugsað út í það fyrr en þú sagðir. Frábært að þú sért farin að blogga aftur. Ég var farin að sakna þess mikið.