Í kvöld borðaði ég margar mismunandi kökusneiðar sem mér höfðu borist í nestisboxi alla leið frá Danmörku. Á meðan skoðaði ég myndir úr afmælisboðinu þar sem kökurnar höfðu upphaflega átt samastað og fannst í augnablik að ég hefði ekki misst af neinu. Þar til ég sá myndirnar af barninu besta þar sem það labbaði um, litaði og pissaði í kopp. Vildi að hægt væri að taka svona mikinn persónulegan þroskakipp á tveimur mánuðum á öllum æviskeiðum.
Þóra Marteins, úbertalent og megabeib (með lok, lok og læs blogg) klukkaði mig í gömlum og góðum bloggleik sem ég var reyndar ekki búin að taka þátt í. Hér koma svörin mín.
1. Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
1. Ræstitæknir á glasafrjóvgunardeild
2. Kennari í framhaldsskóla
3. Skrifstofumær í dúskadeild
4. Forstöðumaður á sambýli
2. Fjórar íslenskar bíómyndir sem ég held upp á:
1. Stella í orlofi
2. Veggfóður
3. Jón Oddur og Jón Bjarni
4. Börn
3. Fjórir staðir sem ég hef búið á:
1. Waterloo
2. Brighton
3. Óðinsvé
4. Skagafjörður
4. Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
1. Mallorca
2. París
3. Ljubliana
4. Havana
5. Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
1. My So-called Life
2. Arrested Development
3. Dr. Phil
4. Without a Trace
6. Fjórar síður sem ég skoða daglega:
1. Feisið
2. Bloggin
3. Mogginn
4. Gúglið
7. Fernt matarkyns sem ég held upp á:
1. Tom Yum súpa
2. Hrísgrjónagrautur
3. Bragðarefur
4. Hot wings
8. Fjórar bækur/blöð sem ég held upp á/les oft:
1. Ljónið, nornin og skápurinn
2. Nöfn Íslendinga
3. Dagbók Bridget Jones
4. Freakonomics
9. Fjórir staðir sem ég vildi vera á núna:
1. Hjá litlu systur og systurdóttur í Danmörku
2. Á trúnó á Hop Poles pöbbnum í Brighton
3. Að spila í sumarbústað í góðra vina hópi
4. Að sleikja sólina og slaka á í fríi með elskhuga
10. Fjórir bloggarar sem ég á að klukka:
Ef það er ekki búið að klukka þig og þig langar á annað borð að láta klukka þig, þá klukka ég þig hér með. Annars ekki.
Ég hef mikið að segja
Fyrir 9 árum
4 ummæli:
Hob Poles! Nú væri ljúft að vera í Brighton
Veggfóður! Hahaha, var næstum búin að gleyma henni, þó Óskarsverðlaunaleikur Ingibjargar Stefáns gleymist seint!!
Minnisstæðast var þegar hún lá í pottinum og var að kvarta yfir því hvað hún væri feit. Svo var þarna auðvitað ein fleygasta setning íslensku kvikmyndasögunnar: "Ég bít ekki á ryðgaðan öngul" :-) og Dóra Takefusa fatalaus hihihi verð að horfa á þessa snilld aftur.
Verður samt að útskýra "dúskadeild" fyrir forvitnu fólki eins og mér
já og svo er ég sammála þér með að elska Aragorn en ekki væmnaviggóinn
Ó já Brighton besta borg. Skilst samt að Hop Poles hafi skipt um eigendur 2005 og stemningin hafi eitthvað breyst. Ég væri líka alveg til í að vera að borða bestu pönnukökur í heimi á Bill's í Brighton, eða á strandlengjunni....eða...eða...
Hefði getað nefnt fullt af íslenskum bíómyndum sem mér finnst fínar en Veggfóður er einmitt svo slæm að ég held upp á hana. Man að ég átti kasettu með tónlistinni úr henni.
Dúskadeildina skrifaði ég mikið um þegar ég var að blogga 2004. Þá vann ég á skrifstofu verslunarkeðjunnar John Lewis í London og var um tíma að leysa af í deild sem sinnti eingöngu "tassels and trimmings" eða svona kögri og dúlleríi á púðum og gardínum sem ég kallaði alltaf dúska, sjá til dæmis hér
http://www.johnlewis.com/230414230/Product.aspx. Vorum alveg nokkur í þessari deild, innkaupastjórinn og aðstoðarinnkaupastjórinn og svo var ég semsagt skrifstofumær að sinna því verkefni að fylgjast með lagerstöðu verslana og panta vörur frá byrgjum, gífurlega spennandi starf.
Já, hljómsveitin "Pís of keik", man vel eftir henni og þarna upptalningarlaginu. Þetta var náttúrulega líka svo mögnuð mynd af því manni fannst Baltasar svo sætur :-)
Skrifa ummæli