6. okt. 2008

Bíódagar í hjörtunum smæla...

Bara svona af því að ég var með yfirlýsingar um að þykjast ætla að hætta að fara í bíó (ekki það að ég sé alltaf í bíó) þá verð ég að mæla með tveimur æðislegum myndum sem ég sá á Kvikmyndahátíðinni sem var að ljúka. Fór á dönsku myndina Til døden os skiller með Hildi hotshot. Hún var flokkuð sem grínmynd en var samt ekki beint grín, þótt hún væri grátbrosleg. Hélt fyrst að hún væri kómísk ádeila á heimilisofbeldi en efaðist svo um það eftir að myndinni lauk. Sérstaklega fannst mér aðalleikarinn góður, og svo spillti það ekki fyrir að leikstjórinn heitir flottu nafni, Paprika (Steen). Síðan fór ég á frönsku myndina Il y a longtemps que je t'aime með Soffíu orkukanínu. Hún var flokkuð sem drama og Kristin Scott Thomas lék aðalhlutverkið. Fannst þetta vel gert, tókst vel að fá mann til að finna til með karakterunum án þess að spila með tilfinningar bíógesta að óþörfu. Báðar myndirnar sitja svolítið í mér ennþá á þann hátt sem góðar myndir gera. Menningarsnobbið heldur svo áfram næstu helgi þar sem ég er að fara á Villa Vill tónleika á föstudaginn og á leikritið Fýsn eftir Þórdísi ofurkonu á laugardaginn. Vúhú!

Engin ummæli: