25. okt. 2008

Heyrnarmæling?

Var að tala við góðan vin minn í síma í gær, heyra í honum hljóðið og hvað hann ætlaði að gera um helgina og svona.

Ég: Jæja, hvað segirðu, hvað ertu að gera?

Hann: Ég er bara á leið til vinar míns X, ætlum að horfa á klám.

Ég: Ha? Ertu að grínast?

Hann: Grínast? Nei nei.

Ég: Oj hvað þið getið verið hallærislegir og perralegir. Hittast fullorðnir karlmenn á föstudagskvöldi til að horfa saman á klám og finnst það bara alveg í lagi? Þið þurfið að fara að finna ykkur kreppukærustur (sjá næstu færslu á undan). Ég vil ekki vita af þessu, gastu ekki bara logið að þið væruð að fara að gera eitthvað annað? Oj!

Hann: Bíddu bíddu... við erum að fara að horfa á KLOVN!

2 ummæli:

Anna Pála sagði...

Hahahaha! Er með aðra svona í ætt við þessa. Stelpa sem ég þekki var að fara að vinna á félagsmiðstöð og var svo viss um að táningar væru alveg ferlegir. Hún var því frekar stressuð og búin að búa sig undir það versta.

Hún gengur svo inn í sjónvarpsherbergi og spyr tvo mjög gelgju- og töffaralega gaura að nafni. Þeir svara henni mjög stuttaralega og halda áfram að horfa á vídeó, og hún segir "já Tussi og Píki, ýkt fyndnir strákar,hahaha". Þeir snúa sér forviða við og segja, "við sögðum Gussi og Biggi!"

Nafnlaus sagði...

Ha ha já svona getur manni misheyrst :) unglingarnir ekki alltaf jafn slæmir og maður heldur... Annars held ég að ég þurfi ekki einungis á heyrnarmælingu að halda heldur lesgreiningu líka. Var að fara að hneykslast á sjómönnum um daginn eftir að hafa lesið fyrirsögn um að sjómenn væru að græða á einhverri veikri konu... nei nei þá var fyrirsögnin "Sjómenn græða á veikri krónu". Meikar auðvitað töluvert meiri sens...