28. okt. 2008

The laminated list...


1. Josh Holloway, aðallega sem Sawyer í Lost (hef skrifað aðrar færslur eingöngu um þennan mann). Bad boy af bestu gerð, harður að utan, mjúkur að innan. Ómótstæðilegt bros. Ég væri alveg til í að bíða kreppuna af mér föst á eyðieyju ef hann væri röltandi um hálfnakinn og sveittur.





2. Ewan McGregor. Persónuleikinn, hreimurinn, hendurnar, útgeislunin. H.O.T. Hvað er hægt að segja meira?





3. Viggo Mortensen, nota bene sem Aragorn í LOTR. Er ekkert að missa mig yfir ljósmyndaranum og "Íslandsvininum" Viggo þótt hann sé alveg sætur á hestbaki með syni sínum. En Aragorn er hetjan mín og hann fær mig til að vilja vera álfaprinsessa...





4. Mark Ruffalo. Ég veit ekki hvað það er við þennan mann, en hann kveikir einhvern neista. Svo er hann flottur leikari, hef séð hann leika bæði góða og vonda gæjann. Og svo er hann með kaffibollaaugu sem mann langar að drukkna í og ótrúlega kynþokkafulla rödd.




5. Marlon Brando, ca. 1950. Ef bara ég hefði aðgang að tímavél. Augnaráðið, varirnar, herðarnar. Féll fyrir honum þegar ég sá hann í myndinni Streetcar named desire í enskutíma í MH forðum daga. Held að þessi muni alltaf hafa sinn stað á listanum.





Þetta er auðvitað bara celebrity listinn, hinn fæst ekki gefinn upp á netinu :) En þeir sem eru á honum eru ekkert síðri...

Engin ummæli: