Ég er að hugsa um að missa af kreppunni alveg eins og ég missti af góðærinu. Kannski sleppa því að halda uppi 10-11 sjoppunni á horninu og skipta pöbbarölti og veitingastöðum út fyrir heimapartý og matarboð. Skreppa í sumarbústað en ekki til útlanda og lesa bækur í staðinn fyrir bíóferðir. Gott plan.
Ég á hvorki íbúð né bíl og yfirdrátturinn er svipað hár og upphæðin á sparnaðarreikningum. En ég á 24 dollara sem ég var að finna í gömlu veski, 298 félaga á feisbúkk og gommu af Euroshopper pasta uppi í skáp. Bring on the kreppa!
Ég hef mikið að segja
Fyrir 9 árum
Engin ummæli:
Skrifa ummæli