27. okt. 2008

Ár, afmæli og Prins Póló



Ár síðan besta barn í heimi fæddist. Ár síðan ég útskrifaðist. Ár síðan fór á Grillið að fagna báðum þessum áföngum. Namm.

Mamma og pabbi komu með afmælisköku handa mér frá Danmörku, mér þótti afar vænt um það. Þau voru ekki stoppuð í tollinum með kökuna og ég hlakka til að smakka hana á morgun.

Ég hef miklar áhyggjur af fréttaflutningi um að það verði ef til vill Prins Póló skortur í landinu og hefur þetta valdið óslökkvandi þörf í Prins Póló. Vona eiginlega að þetta sé bara auglýsingatrix. Í interrail ferðinni góðu 2001 eyddum við vinkonurnar dágóðum tíma í að útskýra fyrir Pólverjum í Póllandi hvað Prins Póló væri merkilegt á Íslandi, og sýna þeim íslensku innihaldslýsingarnar á pakkningunum (tókum líka mikið af myndum af okkur haldandi á Prins Póló í Póllandi). En nú eru víst bæði Pólverjarnir og Prins Pólóið á förum. Andvarp.

1 ummæli:

Ásdís sagði...

Ég get keypt prins póló í pólska markaðnum sem er 7 blocks frá húsinu mínu. Þú lætur mig vita ef þú lendir í fráhvörfum :)